Gagnsókn Úkraínu markar þáttaskil

Fólk á gangi framhjá ónýtu húsnæði í úkraínsku borginni Irpin …
Fólk á gangi framhjá ónýtu húsnæði í úkraínsku borginni Irpin í gær. AFP/Sergei Chuzavkov

Með undraskjótri leiftursókn sinni hefur Úkraínuher tekist að frelsa stórt svæði í austurhluta Úkraínu undan yfirráðum Rússa. Þar á meðal Kúpíansk og Isíum, sem hafa verið mikilvægar borgir í birgðakeðju Rússa. Þá hafa Rússar einnig dregið hermenn sína til baka frá austurhluta Karkívhéraðsins. Um er að ræða þáttaskil í stríðinu. „Staðan verður skýrari með hverjum deginum og leiðin til endurheimtar landsins okkar er fyrir hendi,“ er haft efir Volodimír Selenskí forseta Úkraínu.

Úkraínskar hersveitir hafa endurheimt landsvæði sem spannar um 300 þúsund ferkílómetra það sem af er mánuði. Þúsundir manna hafa lagt á flótta yfir landamærin frá Úkraínu til Rússlands í kjölfar þessa.

Í gærkvöldi beindu Rússar vopnum sínum að mikilvægum innviðum víða í austurhluta Úkraínu, meðal annars í héruðunum Karkív, Dníprópetrovsk og Sumí. Afleiðingarnar urðu þær að rafmagn sló út, auk þess sem vatnslaust varð víða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert