Handleggur rifinn af og týndist svo í þrjár nætur

Krókódíll í Flórída í Bandaríkjunum.
Krókódíll í Flórída í Bandaríkjunum. AFP/Chandan Khanna

Maður í Flórída í Bandaríkjunum eyddi þremur nóttum týndur á mýrasvæði eftir að krókódíll reif af honum hægri handlegginn.

Washington Post segir frá.

Eric Merda ákvað að fá sér göngutúr eftir vinnu 17. júlí þegar hann villtist. Hann skyldi síma sinn eftir í bílnum sínum og gat ekki hringt eftir hjálp.

Eftir nokkrar klukkustundir ákvað hann í örvæntingu sinni að stytta sér leið yfir Manatee vatn. Hann ákvað að losa sig við fötin sín og synti nakinn yfir vatnið þegar hann tók eftir að krókódíll var að elta hann.

Merda reyndi að flýja en krókódíllinn náði að bíta á honum hægri handlegginn og sleppti ekki takinu. Krókódíllinn dró Merda þrisvar sinnum á kaf í vatnið og þegar hann kom upp í þriðja skiptið tókst krókódílnum að rífa handlegginn af Merda.

Merda náði þá að synda í burtu og komst á þurrt land. 

Leitaði nakinn og slasaður að hjálp

Næstu tvo daga svaf Merda mikið, borðaði blóm og drakk vatn úr mýrunum. Hann var nakinn og slasaður og reyndi að finna hjálp. 

Á fjórða degi sá hann loks mann nærri girðingu og kallaði á hann. Í ljós koma að maðurinn var þar ásamt hópi af fólki og var því hringt eftir hjálp. Um það bil 20 mínútum seinna kom sjúkraþyrla og flutti Merda á sjúkrahús, sem var þar næstu þrjár vikurnar að jafna sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert