Lík bera merki pyntinga í Úkraínu

Talið er að Rússar hafi verið að verki.
Talið er að Rússar hafi verið að verki. AFP

Fjögur lík almennra borgara sem bera ummerki pyndingar hafa verið fundinn í Zalísnítsjne að sögn yfirvalda í Úkraínu. Þorpið laut áður yfirráðum Rússa en Úkraínumenn hafa endurheimt þorpið eftir að gagnsókn Úkraínuhers hófst.

Samkvæmt yfirvöldum í Úkraínu að hafa tilkynningar um morð á almennum borgurum tekið að berast þeim eftir að Úkraínumenn náðu völdum yfir Zalísnítsjne.

„Þann 11. september uppgötvuðu yfirvöld fjögur lík. Öll þeirra sýna ummerki pyntinga,“ segir í færslu yfirvalda á Facebook. Tekið er  fram í lok færslunnar að talið sé að Rússar hafi verið að verki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert