Segir að Elísabet hafi verið áttavitinn sinn

Þau Vilhjálmur, Katrín, Harry og Meghan veifa til almennings á …
Þau Vilhjálmur, Katrín, Harry og Meghan veifa til almennings á laugardaginn. AFP/Chris Jackson/Pool

Harry Bretaprins segir að amma sín sáluga, Elísabet Bretlandsdrottning, hafi verið áttavitinn sinn. Hann heitir því jafnframt að heiðra föður sinn í nýju hlutverki sem Karl konungur III.

Í fyrstu opinberu ummælunum sínum sín síðan drottningin lést sagði Harry, sem hætti að sinna konunglegum skyldum sínum og flutti til Bandaríkjanna snemma árs 2020, að hann væri „að eilífu þakklátur“ drottningunni og að hennar væri „sárlega saknað“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert