Ástralskur eldri borgari lést eftir að hafa orðið fyrir árás kengúru sem hann hélt sem gæludýr.
Ástralska lögreglan segir að ættingi hafi komið að manninum, sem var 77 ára, þar sem hann lá illa særður á heimili sínu í bænum Redmond í gær.
Kengúran lét öllum illum látum þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang og gátu þeir ekki hlúð að manninum.
Lögreglumenn neyddust því til að aflífa kengúruna með byssuskoti svo þeir gætu náð til mannsins, en hann lést af sárum sínum á vettvangi.
Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við fjölmiðla að lögreglal teldi víst að kengrúan hefði ráðist á manninn fyrr um daginn.
Um 50 milljónir kengúara er að finna í Ástralíu. Þær geta orðið allt að tveggja metra háar og vegið um 90 kíló. Svona árásir eru aftur á móti sjaldgæfar, og þetta er sú fyrsta í landinu frá árinu 1936, svo vitað sé.