Aserbaídsjan segir armenskar hersveitir hafa rofið vopnahlé sem Rússar höfðu milligöngu um fyrr í dag.
Forsætisráðherra Armeníu greindi frá því snemma í morgun að hersveitir Asera væru að reyna að komast inn á landsvæði Armena.
„Þrátt fyrir að það hafi verið lýst yfir vopnahléi klukkan 09:00 (0600 GMT) er Armenía að brjóta vopnahléið meðfram landamærunum harðlega með því að notast þar við fallbyssur og önnur þungavopn,“ sagði í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Aserbaídsjan.
Að minnsta kosti 49 armenskir hermenn hafa fallið í átökunum. Þau eru þau mestu á milli landanna síðan átök brutust út á ný árið 2020 vegna héraðsins Nagorno-Karabakh.