Segja Asera reyna að ráðast inn Armeníu

Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu.
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu. AFP

Hersveitir frá Aserbaídsjan eru að reyna að komast inn á landsvæði Armeníu. Þessu greindi armenska varnarmálaráðuneytið frá snemma í morgun, en blóðug átök hafa átt sér stað við landamæri landanna.

„Hersveitir frá Aserbaídsjan halda áfram að beita stórskotahríð,“ sagði ráðuneytið eftir bardaga í nótt þar sem hermenn beggja landa féllu í valinn.

Fram kom einnig að ráðist hafi verið á innviði í landinu. „Óvinurinn er að reyna að komast áleiðis (inn á landsvæði Armeníu),“ sagði í tilkynningunni.

Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hringdi í morgun í heimsleiðtoga þar sem hann krafðist „viðeigandi viðbragða“ vegna stöðu mála. Skrifstofa hans hringdi í Emmanuel Macron Frakklandsforseta, Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert