Erum í stöðu til að binda enda á faraldurinn

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. AFP

Fjöldi nýlegra Covid-19 tilfella hefur fækkað verulega að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem hvatti heiminn í dag til að grípa tækifærið og binda enda á heimsfaraldurinn.

Ekki hafa færri tilfelli sjúkdómsins greinst síðan í mars 2020 að sögn Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóra WHO.

„Við höfum aldrei verið í betri stöðu til að binda enda á heimsfaraldurinn,“ sagði hann. „Við erum ekki þar ennþá en endirinn er í sjónmáli.”

Megum ekki hætta að hlaupa

„Maraþonhlaupari hættir ekki þegar marklínan er sýnileg. Hann hleypur meira og nýtir alla þá orku sem hann á eftir. Við verðum líka að gera það. Við sjáum endamarkið. Við erum í sigurstranglegri stöðu. En núna er versti tíminn til að hætta að hlaupa," varaði hann við.

„Ef við notum þetta tækifæri ekki núna eigum við á hættu að fá fleiri afbrigði, fleiri dauðsföll, meiri röskun og meiri óvissu,” sagði Tedros.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert