Erum í stöðu til að binda enda á faraldurinn

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. AFP

Fjöldi ný­legra Covid-19 til­fella hef­ur fækkað veru­lega að sögn Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar (WHO) sem hvatti heim­inn í dag til að grípa tæki­færið og binda enda á heims­far­ald­ur­inn.

Ekki hafa færri til­felli sjúk­dóms­ins greinst síðan í mars 2020 að sögn Tedros Adhanom Ghebr­eyes­us, fram­kvæmda­stjóra WHO.

„Við höf­um aldrei verið í betri stöðu til að binda enda á heims­far­ald­ur­inn,“ sagði hann. „Við erum ekki þar ennþá en end­ir­inn er í sjón­máli.”

Meg­um ekki hætta að hlaupa

„Maraþon­hlaup­ari hætt­ir ekki þegar marklín­an er sýni­leg. Hann hleyp­ur meira og nýt­ir alla þá orku sem hann á eft­ir. Við verðum líka að gera það. Við sjá­um enda­markið. Við erum í sig­ur­strang­legri stöðu. En núna er versti tím­inn til að hætta að hlaupa," varaði hann við.

„Ef við not­um þetta tæki­færi ekki núna eig­um við á hættu að fá fleiri af­brigði, fleiri dauðsföll, meiri rösk­un og meiri óvissu,” sagði Tedros.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert