Innrásin hafi verið rétt ákvörðun

Vladimír Pútín.
Vladimír Pútín. AFP

Vla­dimír Pútín er enn harður á því að það hafi verið rétt ákvörðun að ráðast inn í Úkraínu. Þetta seg­ir Olaf Scholz, kansl­ari Þýska­lands, í dag eft­ir að hann ræddi sím­leiðis við Rúss­lands­for­set­ann í gær.

„Því miður er ekki út­lit fyr­ir að hann líti á inn­rás­ina sem mis­tök. Það var held­ur ekk­ert sem gaf til kynna að hann hefði skipt um skoðun,“ sagði Scholz á blaðamanna­fundi.

Sam­kvæmt töl­um frá Sam­einuðu þjóðunum hafa tæp­lega sex þúsund óbreytt­ir borg­ar­ar látið lífið síðan Rúss­ar réðust inn í Úkraínu þann 24. fe­brú­ar. Að auki hafa um átta þúsund særst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert