Innrásin hafi verið rétt ákvörðun

Vladimír Pútín.
Vladimír Pútín. AFP

Vladimír Pútín er enn harður á því að það hafi verið rétt ákvörðun að ráðast inn í Úkraínu. Þetta segir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, í dag eftir að hann ræddi símleiðis við Rússlandsforsetann í gær.

„Því miður er ekki útlit fyrir að hann líti á innrásina sem mistök. Það var heldur ekkert sem gaf til kynna að hann hefði skipt um skoðun,“ sagði Scholz á blaðamannafundi.

Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa tæplega sex þúsund óbreyttir borgarar látið lífið síðan Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar. Að auki hafa um átta þúsund særst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert