Ken Starr, sem leiddi rannsóknina sem varð til þess að Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var ákærður fyrir embættisglöp, er látinn 76 ára gamall.
Hann lést í borginni Houston í Texas eftir vandamál vegna aðgerðar, að sögn fjölskyldu hans.
Clinton var ákærður árið 1998 fyrir að ljúga til um samband sitt við Monicu Lewinsky sem var starfsnemi í Hvíta húsinu. Clinton var sýknaður af öldungadeild þingsins árið eftir.
Aðild Starr að Clinton-málinu hófst þegar hann var skipaður sérstakur ráðgjafi vegna rannsóknar á Whitewater-málinu sem snerist um samning um landsvæði sem Bill og Hillary Clinton tengdust.
Tímaritið Time valdi Clinton og Starr menn ársins árið 1998.
Ken Starr, the independent counsel who investigated then-President Bill Clinton, dies at 76. https://t.co/zJPHT3J1P3
— CNN Breaking News (@cnnbrk) September 13, 2022