Ken Starr er látinn

Ken Starr árið 2018.
Ken Starr árið 2018. AFP/Win McNamee/Getty

Ken Starr, sem leiddi rannsóknina sem varð til þess að Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var ákærður fyrir embættisglöp, er látinn 76 ára gamall.

Hann lést í borginni Houston í Texas eftir vandamál vegna aðgerðar, að sögn fjölskyldu hans.

Clinton var ákærður árið 1998 fyrir að ljúga til um samband sitt við Monicu Lewinsky sem var starfsnemi í Hvíta húsinu. Clinton var sýknaður af öldungadeild þingsins árið eftir.

Aðild Starr að Clinton-málinu hófst þegar hann var skipaður sérstakur ráðgjafi vegna rannsóknar á Whitewater-málinu sem snerist um samning um landsvæði sem Bill og Hillary Clinton tengdust.  

Tímaritið Time valdi Clinton og Starr menn ársins árið 1998.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert