Loka McDonalds vegna útfarar drottningar

Ekki verður hægt að gæða sér á McDonalds í Bretlandi …
Ekki verður hægt að gæða sér á McDonalds í Bretlandi fyrr en á mánudagskvöld. AFP/Joe Raedle

Allir veitingastaðir McDonalds í Bretlandi verða lokaðir mánudaginn 19. september, til klukkan fimm síðdegis, vegna útfarar Elísabetar Bretadrottningar.

Karl Bretakonungur hefur samþykkt að mánudagurinn verði almennur frídagur, vegna útfararinnar.

McDonalds rekur um 1.300 veitingastaði í Bretlandi. Talsmaður fyrirtækisins sagði í samtali við BBC að ákvörðun hefði verið tekin um að hafa lokað bæði til að heiðra minningu drottningar og til að gefa starfsfólki tækifæri til að minnast hennar og votta virðingu sína á þann hátt sem það kysi.

Fjöldi annarra fyrirtækja og verslanakeðja hafa tilkynnt um lokanir á mánudag, en meðal þeirra eru John Lewis, Waitrose, Asda og Primark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert