Vaxandi spenna er nú í Hvíta-Rússlandi og óttast leyniþjónustur vestrænna ríkja í auknum mæli að borgarastríð brjótist út í landinu, jafnframt að slík átök kunni að smitast til nágrannaríkja.
Innsti hringur Alexanders Lúkasjenkós forseta Hvíta-Rússlands er að búa sig undir átök við skæruliða en vopnaðir hvítrússneskir stjórnarandstæðingar, sem nú eru meðal annars í nágrannaríkjum eins og Póllandi, hafa ekki útilokað að hefja hefðbundna hernaðarsókn með stuðningi bandamanna sinna.
Innrás Rússlands í Úkraínu er sögð hafa ýtt undir þróun í þessa átt, en Rússland hefur haldið verndarhendi yfir Lúkasjenkó og einræðisstjórn hans.
Fjallað er ítarlega um málið í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.