Til þess að bregðast við þeim mikla kostnaði sem verðþak á orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum og kjarnorku myndi skapa hefur Evrópusambandið sett af stað áætlun um þak á hagnað orkufyrirtækja.
Þetta er mikið hagsmunamál þar sem ljóst er að miklar fjárhæðir eru undir og myndi það kosta lönd álfunnar gríðarlegar fjárhæðir ef verðþak verður sett á. Horfir ESB þá til þess að leggja 33% álagningu á hagnað fyrirtækja sem selja jarðefnaeldsneyti til þess að mæta þessum kostnaði.
Þá felur áætlunin á sama tíma í sér markmið um að draga úr heildarneyslu um 10% og setja lögboðið markmið sem myndi draga úr eftirspurn á völdum álagstímum um 5%.