Margar milljónir manna eða um þriðjungur landsmanna í Pakistan glíma nú við versu flóð í áratug. Flóðin hafa haft gríðarlegar afleiðingar og vara ráðherrar í Pakistan við yfirvofandi matvælakreppu þar sem næstum helmingur uppskeru landsins skolaði í burt í flóðunum.
Matvælaverð í Pakistan stendur nú í 74 ára hámarki og hefur hækkað um 30% til viðbótar eftir flóðin. Til marks um hækkanir á matvælaverði hefur grænmetisverð hækkað um 500%.
Útflutningstekjur Pakistan eru að mestu byggðar á útflutningi á bómul og hveiti. Líkur eru á því að uppskerubrestur í kjölfar flóðanna geti haft í för með sér að landsmenn þurfi að reiða sig á innflutning landbúnaðarvara og alþjóðlega aðstoð.
Íslensk stjórnvöld hafa strax látið að sér kveða til þess að bregðast við neyðarástandinu sem nú ríkir í Sómalíu og Pakistan. Viðbótarfjármagni hefur verið varið í matvælaátælun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR).
Pakistan er fimmti stærsti bómullarframleiðandi heimsins og sér um 5% af eftirspurn heimsins. Áætlað er að um helmingur bómullaruppskeru landsins hafi skolast burt vegna flóðsins og er því ljóst að flóðin munu hafa áhrif á framboð bómullar í heiminum.