Einn sá umfangsmesti handtekinn

Höfuðstöðvar Europol í Hollandi.
Höfuðstöðvar Europol í Hollandi. AFP

Spænska lögreglan hefur handtekið mann sem hún segir einn af þeim umfangsmestu í peningaþvætti í Evrópu.

Sá grunaði, sem er af breskum og írskum uppruna, er talinn hafa flutt yfir 200 milljónir evra í ólögmætu reiðufé, eða tæpa 28 milljarða króna.

Hann var handtekinn á mánudaginn í suðurhluta Spánar í samstarfi við alþjóðalögregluna. Tveir vitorðsmenn hans voru einnig handteknir á Spáni og einn í Bretlandi, að sögn Europol.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert