Framkvæmdastjóri Schiphol segir upp

Dick Benschop, framkvæmdastjóri Schiphol flugvallar, segist hafa sagt upp starfi …
Dick Benschop, framkvæmdastjóri Schiphol flugvallar, segist hafa sagt upp starfi sínu með sínu eigin frumkvæði. AFP/Sem Van der Wal

Dick Benschop, framkvæmdastjóri Schipol flugvallar í Amsterdam í Hollandi, sagði upp starfi sínu í gærkvöldi.

Ringulreið hefur verið á flugvellinum mánuðum saman sem hefur einkennst af löngum biðröðum og farangurstengdum vandamálum.

„Það hefur vakið mikla athygli, og einnig gagnrýni, hvernig Schiphol hefur tekið á vandamálunum og á ábyrgð mína sem framkvæmdastjóri,“ sagði Benschop í tilkynningu.

„Ég er að gera pláss á mínu eigin frumkvæði fyrir Schiphol til að byrja upp á nýtt.“

Benschop verður áfram framkvæmdastjóri þangað til að eftirmaður hans tekur við starfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka