Selenskí lenti í bílslysi

Selenskí ræðir við úkraínskan hermann í borginni Izyum.
Selenskí ræðir við úkraínskan hermann í borginni Izyum. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti lenti í bílslysi í gær að sögn talsmanns hans. Farþegabíll rakst á faratæki forsetans og fylgdarliðs hans í höfuðborginni Kænugarði.

„Forsetinn fór í læknisrannsókn en hann meiddist ekki alvarlega,“ sagði talsmaðurinn Sergí Nykyforov.

Ökumaður bílsins sem lenti á bílaröðinni var fluttur í burtu á slysadeild.

Að sögn Nykyforov stendur rannsókn yfir á því sem gerðist.  

Slysið varð eftir að forsetinn, sem er 44 ára, heimsótti borgina Izyum í norðausturhluta Úkraínu sem úkraínskar hersveitir hafa endurheimt af Rússum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert