Biðröð fólks að kistu Elísabetar II Bretlandsdrottningar hefur nú náð hámarki og hefur breska ríkisstjórnin tilkynnt að engum verði hleypt í röðina næstu sex klukkutímana.
Er fólk beðið um að gera ekki tilraun til að fara í biðröðina þangað til aðgangur að henni hefur verið opnaður aftur.
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína til London, höfuðborgar Englands, til að votta drottningunni virðingu sína. Langar biðraðir hafa myndast við Westminster þar sem kista hennar liggur.
Mikil öryggisgæsla er í miðborginni vegna fólksfjöldans. Í morgun voru tveir lögreglumenn fluttir á sjúkrahús eftir að hafa verið stungnir með hníf við Leicester-torg, skammt frá staðnum þar sem raðirnar eru.
HER MAJESTY THE QUEEN'S LYING-IN-STATE QUEUE UPDATE, 09:50 AM, 16 Sept
— Department for Digital, Culture, Media and Sport (@DCMS) September 16, 2022
Southwark Park has reached capacity. Entry will be paused for at least 6 hours. We are sorry for any inconvenience.
Please do not attempt to join the queue until it re-opens.
Check back for further updates pic.twitter.com/XMpyhOrme7