Sjö látnir eftir óveður á Ítalíu

Hafnarborgin Ancona á Ítalíu varð verst úti í óveðrinu.
Hafnarborgin Ancona á Ítalíu varð verst úti í óveðrinu. Kort/Google

Að minnsta kosti sjö eru látnir eftir mikið óveður á miðri Ítalíu. Vatn flæddi yfir vegi og inn á heimili, að sögn talsmanns.

„Yfirvöld á staðnum segja sjö hafa látist. Sjöunda líkið er nýfundið,“ sagði talsmaðurinn og staðfesti þar með fregnir í ítölskum fjölmiðlum.

Hafnarborgin Ancona varð verst úti í óveðrinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert