Tveir lögreglumenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa verið stungnir með hníf í miðbæ London, höfuðborgar Englands, um klukkan sex í morgun að staðartíma. Ekki er talið að atvikið tengist hryðjuverkum og er lögreglan ekki að rannsaka það sem slíkt.
Mikil öryggisgæsla er í miðborginni um þessar mundir þar sem fjöldi fólks hefur safnast saman vegna andláts Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Margt fólk stendur í löngum röðum og bíður þess að geta vottað drottningunni heitinni virðingu sína.
Þá eru margir þjóðarleiðtogar víðs vegar úr heiminum væntanlegir til London á næstu dögum vegna útfarar drottningarinnar.
Maðurinn sem liggur undir grun var skotinn með rafbyssu og handtekinn, og er hann nú einnig á spítala.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni átti atvikið sér stað við Leicester-torg, ekki langt frá staðnum þar sem kista drottningarinnar liggur, og er sá grunaði karlmaður.