Að minnsta kosti 135 armenskir hermenn féllu í átökum við Asera við landamæri landanna tveggja, að sögn Armena.
Þar með eru yfir 200 manns í heildina látnir eftir átökin í þessari viku, sem voru þau verstu í tvö ár.
Báðir aðilar saka hinn um að hafa byrjað átökin, sem brutust út á þriðjudaginn. Þeim lauk í gær eftir að vopnahléi var lýst yfir.
„Eins og staðan er núna hafa 135 látist,“ sagði Nikol Pashinyan á ríkisstjórnarfundi í morgun um fallna armenska hermenn.