Bær stefnir Twitter vegna orðróms um barnaníð

Twitter er vinsæll samfélagsmiðill.
Twitter er vinsæll samfélagsmiðill. AFP

Hollenskur bær hefur stefnt Twitter fyrir dóm vegna útbreiðslu samsæriskenninga þess efnis að þar hafi eitt sinn búið hópur Satansdýrkandi barnaníðinga.

Röngum skýrslum um að misnotkun og morð á fjölda barna á níunda áratugnum hafi átt sér stað í bænum Bodegraven-Reeuwijk var fyrst dreift af þremur mönnum árið 2020, að því er kemur fram í frétt BBC.

Einn þeirra, sem ólst upp í bænum, sagðist hafa orðið vitni að glæpunum sem barn.

Vilja að færslurnar séu fjarlægðar

Bæjaryfirvöld vilja að öllum færslum sem tengjast atburðunum verði fjarlægðar en orðrómurinn hefur orðið til þess að tugir manna hafa ferðast í Vrederust kirkjugarðinn í bænum til að skilja eftir blóm við tilviljunarkenndar grafir látinna barna.

Lögmaður Twitter, Jens van den Brink, neitaði að tjá sig um málið fyrir yfirheyrslu í héraðsdómi Haag í gær.

Á síðasta ári skipaði sami dómstóll mönnunum þremur að fjarlægja öll tíst um bæinn, en sögunum er enn dreift.

Lögfræðingur bæjarins, Cees van de Sanden, sagði að Twitter hefði ekki svarað beiðni í júlí um að það fyndi og fjarlægði allar færslur sem tengjast sögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert