Karl þriðji, Bretlandskonungur, fór ásamt Vilhjálmi syni sínum í morgun og blandaði geði við nokkra af þeim þúsundum þegna sem lögðu leið sína í Westminster Hall til að votta Elísabetu Bretlandsdrottningu, móður hans, virðingu sína.
Karl er nýkrýndur konungur en hann tók í hendur fólks og ræddi stuttlega við það nálægt Lambeth-brúnni. Hann þakkaði fólkinu fyrir biðlundina og sagði að það væri nú þegar komið hálfa leið.
King Charles greeting the public who are in line waiting to see the Queen laying in state.#TheQueen #KingCharles pic.twitter.com/6drK5Bmjwm
— Sapphireblue (@Sapphireblues3) September 17, 2022
Langar raðir hafa myndast í Lundúnum og sumir þurft að dvelja næturlangt í röð til þess að sjá drottninguna áður en hún leggst til hinstu hvíldar.
Útför Elísabetar fer fram á mánudaginn en mikill viðbúnaður verður í Lundúnum og víðar vegna þess.