Verðlaunuð fyrir þýðingu Sæmundar-Eddu á úkraínsku

Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða. 22. apríl 1971/bls 12 Tvö bindi …
Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða. 22. apríl 1971/bls 12 Tvö bindi Flateyjarbókar og ofan á þeim liggur Konungsbók Eddukvæða. Mynd nr. 071 273 3-2 Mynd úr Ljósmyndasafni Ólafs K. Magnússonar Magnússonar/Morgunblaðsins. Ól.K.M. Ljósmynd/Ólafur K. Magnússon

Marina Voinova, Dósent við Chalmers-háskólann í Gautaborg, hlaut nýverið verðlaun frá Gustav Adolf-akademíunni fyrir þýðingu sína á Konungsbók Eddukvæða. Voinova er úkraínsk og þýddi ritið yfir á úkraínsku.

Samkvæmt Facebook-færslu Lars Lönnroth, prófessors við Gautaborgarháskóla, var fyrsta upplag þýðingarinnar prentað í Karkív-héraði stuttu áður en Rússar hófu sprengjuárás þar.

Peningaverðlaun

Verðlaunaféð eru 40.000 sænskar krónur sem nemur ríflega hálfri milljón íslenskra króna á gengi dagsins í dag. 

Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, var kjörin í Gustav Adolf-akademíuna 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert