Kjarnorkuverið Zaporizhzhia hefur verið tengt við dreifikerfi úkraínsku rafveitunnar á nýjan leik.
Alþjóðakjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna greindi frá þessu í gær.
Kjarnorkuverið, sem er undir stjórn Rússa, hafði áður verið aftengt dreifikerfinu vegna árása á verið, með tilheyrandi hættu.
Að sögn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar fær þetta stærsta kjarnorkuver Evrópu nú það rafmagn sem það þarf á að halda til að kæla kjarnakljúfana og vegna annarra nauðsynlegra öryggisatriða.
Frá því að verið var aftent dreifikerfinu þurfti það að treysta á eigin orkubirgðir til að geta starfað á öruggan hátt. Sérfræðingar óttuðust að þessar birgðir gætu klárast, sem hefði skapað mikla hættu.
Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar heimsóttu kjarnorkuverið snemma í þessum mánuði. Þó nokkrir þeirra verða áfram á svæðinu til að fylgjast með stöðu mála.