Kröftugur jarðskjálfti af stærðinni 6,9 gekk yfir suðausturhluta Taívans í morgun. Að minnsta kosti ein bygging hrundi vegna skjálftans í litlu bæjarfélagi.
Skjálftinn reið yfir klukkan 2.44 að staðartíma, eða klukkan 6.44 að íslenskum tíma, um 50 kílómetrum norður af borginni Taitung.
Upphaflega mældist hann 7,2 stig en við nánari athugun reyndist hann 6,9 stig.
Gefin var út fljóðbylgjuviðvörun skuttu eftir skjálftann en hún var síðar dregin til baka þar sem hætta var ekki lengur talin fyrir hendi.