Ótrúlegur atburður átti sér stað í skákheiminum í dag þegar heimsmeistarinn Magnus Carlsen dró sig úr leik gegn Bandaríkjamanninum Hans Niemann eftir aðeins tvo leiki.
Stutt er síðan Carlsen ásakaði hinn 19 ára gamla Niemann um að hafa svindlað á sér þegar þeir mættust á Sinquild-mótinu í St. Louis-borg í Bandaríkjunum á dögunum.
Í dag mættust þeir í sjöttu lotu á Julius Baer-mótinu sem hófst í gær á Microsoft Teams og á netvettvangnum Chess24.
Carlsen kveikti þá á myndavélinni, lék einn leik, hætti og slökkti svo aftur á myndavélinni án þess að segja orð.
Another shocker as @MagnusCarlsen simply resigns on move 2 vs. @HansMokeNiemann! https://t.co/2fpx8lplTI#ChessChamps #JuliusBaerGenerationCup pic.twitter.com/5PO7kdZFOZ
— chess24.com (@chess24com) September 19, 2022