Kennari lést í haldi lögreglu

Íranskir Kúrdar brenna slæðu í kúrdíska bænum Sulaimaniya í dag …
Íranskir Kúrdar brenna slæðu í kúrdíska bænum Sulaimaniya í dag og bera myndir af Möhsu Amini sem lést í kjölfar handtöku í síðustu viku. AFP/Shwan Mohammed

Þriðja dag­inn í röð geisa mót­mæli víða um Íran eft­ir að Mahsa Am­ini, 22 ára göm­ul kúr­dísk kona, lést í kjöl­far hand­töku sem fram­kvæmd var fyr­ir brot henn­ar á ströng­um regl­um Írana um notk­un hijab-slæðu.

Am­ini starfaði sem kenn­ari og var í heim­sókn í ír­önsku höfuðborg­inni Teher­an ásamt fjöl­skyldu sinni á þriðju­dag­inn í síðustu viku þegar hún var hand­tek­in. Tjáði lög­regl­an fjöl­skyld­unni að Am­ini yrði frjáls ferða sinna eft­ir að hún hefði geng­ist und­ir „end­ur­mennt­un­araðgerð“ en þá aðgerð lifði hún ekki af.

Var Am­ini flutt á sjúkra­hús í dauðadái þar sem hún lést á föstu­dag en sam­kvæmt skýrsl­um lög­reglu var dánar­or­sök­in hjarta­áfall.

Þúsund mættu í út­för­ina

Hafa mót­mæl­in geisað víða, meðal ann­ars í Teher­an og í þorp­un­um Di­vand­ar­reh í Kúr­d­ist­an og kúr­dísku höfuðborg­inni San­andaj. Hafa kúr­dísku rétt­inda­sam­tök­in Heng­aw birt mynd­skeið á Twitter þar sem sjá má mann­fjölda kasta grjóti að óeirðalög­reglu auk þess sem kaup­menn í Kúr­d­ist­an hafa marg­ir hverj­ir lýst yfir verk­falli í kjöl­far at­b­urðar­ins.

Hossein Rahimi, lög­reglu­stjóri í Teher­an, held­ur því fram að ekk­ert hafi hent Am­ini í haldi lög­reglu sem hafi gert allt sem í henn­ar valdi stóð til að halda henni með lífs­marki. Fór út­för henn­ar fram á laug­ar­dag­inn í heima­bæ henn­ar, Saqqez í Vest­ur-Kúr­d­ist­an, þar sem eitt þúsund manns mættu til að votta henni virðingu sína þrátt fyr­ir til­raun­ir yf­ir­valda til að tak­marka fjöld­ann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert