Dómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að ógilda dóm yfir manni sem setið hefur í fangelsi í meira en 20 ár fyrir morðið á fyrrverandi kærustu sinni.
Málið hefur vakið heimsathygli þökk sé hlaðvarpinu „Serial“, þar sem rannsóknarblaðamenn rannsaka ýmis sakamál.
Hinn 42 ára gamli Adnan Syed hefur setið inni frá aldamótum fyrir morðið á Hae Min Lee sem myrt var árið 1999. Syed verður látinn laus á meðan beðið er eftir nýjum réttarhöldum í málinu, en það eru fjölmiðlar vestanhafs sem greina frá þessu.
Saksóknari hefur beðið um að málinu verði vísað frá vegna nýrra upplýsinga sem hafa komið í ljós en þær tengjast tveimur öðrum mönnum sem grunaðir eru í málinu.
A judge ordered the release of Adnan Syed, subject of the popular podcast "Serial," after prosecutors requested that his 2000 murder conviction be vacated.
— ABC News (@ABC) September 19, 2022
The dramatic turn came in a Baltimore courtroom after new evidence was uncovered by prosecutors. https://t.co/q5UIcLUfYP pic.twitter.com/Mub0hY3dgK