Meira en 100 rúður skemmdust í Pívdennúkraínsk, næststærsta kjarnorkuveri Úkraínu, í flugskeytaárás rússneska hersins.
Þetta segir í tilkynningu frá Energoatom, úkraínsku kjarnorkumálastofnuninni.
Þar segir einnig að starfsemi kjarnaofnanna í verinu sé eðlileg og hafi ekki verið raskað í árásinni.
„Öflug sprenging“ er sögð hafa átt sér stað aðeins 300 metrum frá kjarnaofnum kjarnorkuversins.