Neita ábyrgð og segja fjöldagrafirnar vera sviðsettar

Fjöldagrafir hafa fundist í Isíum í Úkraínu í kjölfar þess …
Fjöldagrafir hafa fundist í Isíum í Úkraínu í kjölfar þess að Úkraínumenn endurheimtu bæinn úr höndum Rússa. AFP

Rússnesk yfirvöld neita því að rússneskar hersveitir beri ábyrgð á fjöldamorðum í austurhluta Úkraínu og hafa þau sakað yfirvöld í Úkraínu um að sviðsetja uppgötvun sína á fjöldagröfum á svæðum sem úkraínskar hersveitir hafa endurheimt úr höndum Rússa.

Úkraína endurheimti Isíum ásamt öðrum bæjum í austurhluta Úkraínu fyrr í mánuðinum. Í kjölfarið fundust fjöldagrafir og hefur Rússum verið borið á brýn að ráðast á óbreytta borgara í Úkraínu og fremja þar brot sem gætu flokkast undir stríðsglæpi.

„Þetta eru lygar,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, við blaðamenn í dag. Moskva mun að hans sögn „standa í lappirnar fyrir sannleikann í þessari sögu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert