Saka Rússa um að hafa ráðist á kjarnorkuver

Petro Kotin, forseti Energoatom.
Petro Kotin, forseti Energoatom. AFP/Genya Savilov

Úkraínska kjarnorkumálastofnunin Energoatom sakaði í morgun hermenn Moskvu um að hafa ráðist á næststærsta kjarnorkuver landsins sem staðsett er í suðurhluta Úkraínu. 

Samkvæmt færslu Energoatom á samskiptamiðlinum Telegram gerði rússneski herinn flugskeytaárás á iðnaðarsvæði Pívdennúkraínsk kjarnorkuversins.

Segir stofnunin að öflug sprenging hafi átt sér stað aðeins 300 metrum frá kjarnaofnum kjarnorkuversins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert