Peter Overton og Tracy Grimshaw, fréttamenn hjá fréttastöðinni Nine News Sidney í Ástralíu, þekktu ekki Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, og eiginmann hennar þegar streymt var í beinni frá jarðarför Elísabetar II. Bretadrottningar í dag.
„Hvernig á að bera kennsl á þau, kannski lágt sett kóngafólk? Við getum því miður ekki borið kennsl á alla,“ sagði Overton þegar Truss og eiginmaður hennar, Hugh O'Leary komu í mynd, og heyra mátti þulina velta því fyrir sér hver væru þarna á ferð.
„Mér var rétt í þessu tjáð að þetta væri Liz Truss, nýr forsætisráðherra Bretlands, sem við sáum þarna,“ bætti Overton síðan við andartaki síðar.
Slightly unfortunate moment when one of the main Australian TV networks describes Liz Truss and her husband as “minor royals” then possibly “local dignitaries” https://t.co/wf21txki7T
— Tom Hourigan (@TomHourigan) September 19, 2022