Þriðji stóri skjálftinn á sömu dagsetningu

Frá Mexíkóborg.
Frá Mexíkóborg. AFP

Að minnsta kosti einn er látinn eftir að öflugur jarðskjálfti skall á vesturhluta Mexíkó í dag. Mikil ringulreið greip um sig í höfuðborginni þar sem borgarbúar voru að minnast jarðskjálftanna sem riðu yfir á þessum sama degi, árin 1985 og 2017.

Árið 1985 reið yfir Mexíkóborg jarðskjálfti af stærð 8,1 og létust um 10 þúsund manns í þeim jarðskjálfta.

Á minningarathöfn árið 2017 í höfuðborginni á sama degi reið yfir annar skjálfti, 7,1 að stærð, og um 370 manns létu lífið í þeim jarðskjálfta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert