Geim-methafi látinn

Valery Polyakov er látinn en enginn hefur dvalið lengur samfleytt …
Valery Polyakov er látinn en enginn hefur dvalið lengur samfleytt í geimnum en hann. Ljósmynd/Wikipedia.org/Mil.ru

Rúss­neski geim­far­inn Val­ery Polya­kov er lát­inn, 80 ára að aldri, en hann vann sér það til frægðar um æv­ina að dvelja lengst allra fram til þessa utan gufu­hvolfs jarðar, frá 8. janú­ar 1994 til 22. mars 1995, sam­tals 437 daga, er hann var við störf í sov­ésku, síðar rúss­nesku, geim­stöðinni Mir.

Fór Polya­kov á þessu tíma­bili 7.000 sinn­um um­hverf­is jörðina en í starfi hans fólst til­raun til að kanna hve lengi mætti bú­ast við að fólk væri með öll­um mjalla við dvöl í geimn­um og þá með leiðangra til Mars í huga.

Þegar geim­far­inn skilaði sér til jarðar sýndu öll próf er á hon­um voru reynd að hann væri við full­kom­lega eðli­lega and­lega heilsu svo það ligg­ur þá fyr­ir þótt eng­inn hafi farið til Mars enn sem komið er.

Geimstöðin Mir á sporbaug um jörðu 12. júní 1998.
Geim­stöðin Mir á spor­baug um jörðu 12. júní 1998. Ljós­mynd/​Wikipedia.org/​NASA

Rúss­neska geim­ferðastofn­un­in Roscos­mos lýsti því einnig yfir á sín­um tíma að til­raun­in hefði enn frem­ur sýnt fram á að manns­lík­am­inn þyldi vel óra­lang­ar ferðir um geim­inn. Geim­stöðinni Mir var fyrst skotið á loft 19. fe­brú­ar 1986, aðeins þrem­ur vik­um eft­ir að sjö geim­far­ar fór­ust þegar geim­ferj­an Chal­lenger sprakk í loft upp við flug­tak 28. janú­ar.

20 tonn í sjó­inn

Við fall Sov­ét­ríkj­anna varð stöðin rúss­nesk og síðar störfuðu banda­rísk­ir geim­far­ar einnig við hana áður en hún var lát­in hrapa til jarðar 23. mars 2001. Megnið af þeim 136 tonn­um sem Mir vó brann upp við kom­una inn í loft­hjúp jarðar en um 20 tonn náðu þó í gegn og féllu í Kyrra­hafið.

Polya­kov fædd­ist í rúss­nesku borg­inni Tula, suður af Moskvu, árið 1942. Hann nam lækn­is­fræði og varð lækn­ir áður en fer­ill hans sem geim­fari hófst. Fyrsta ferð hans út í geim­inn var far­in í ág­úst 1988 og dvaldi hann þá átta mánuði í geimn­um.

Er hann sneri til baka úr lang­dvöl­inni árið 1995 neitaði hann að láta bera sig út úr lend­ing­ar­hylk­inu svo sem siður er þegar geim­far­ar snúa aft­ur til jarðar og hafa ekki van­ist þyngd­arafli á nýj­an leik. Í staðinn fékk hann viðstadda til að styðja sig á meðan hann gekk sjálf­ur úr hylk­inu á steig fæti á fasta jörð í fyrsta sinn í á fimmta hundrað daga.

The Moscow Times

BBC

The New York Times

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert