Þurfum að búa okkur undir aðra Covid-bylgju

Ríki Evrópu eru hvött til að bjóða upp á örvunarbólusetningu.
Ríki Evrópu eru hvött til að bjóða upp á örvunarbólusetningu. AFP/Andrew Matthews

Lyfja­stofn­un Evr­ópu seg­ir Covid-far­ald­ur­inn enn standa yfir þrátt fyr­ir að nýj­um til­fell­um og dauðsföll­um af völd­um veirunn­ar hafi fækkað mikið. Ríki Evr­ópu eru því hvött til að bjóða fólki upp á örvun­ar­skammt fyr­ir vet­ur­inn, að fram kem­ur í frétt AFP.

„Nú nálg­ast haustið óðfluga og við verðum að búa okk­ur und­ir aðra bylgju til­fella, í takt við það sem við höf­um séð ger­ast síðustu tvö ár,“ sagði Marco Ca­val­eri, yf­ir­maður bólu­setn­inga hjá Lyfja­stofn­un Evr­ópu, á blaðamanna­fundi fyrr í dag. Það væri því mik­il­vægt að reyna að fyr­ir­byggja út­breiðslu far­ald­urs­ins eft­ir bestu getu.

Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, hef­ur hins veg­ar sagt far­ald­in­um lokið í Banda­ríkj­un­um. Hann lýsti því í yfir í viðtali sem birt­ist í frétta­skýr­ingaþætt­in­um 60 mín­út­um á sunnu­dag. Sagði hann að enn væru ýms­ar aðgerðir í gangi í tengsl­um við Covid-19, en far­aldr­in­um sem slík­um væri lokið þar í landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert