230 grindhvali rak á land

Grindhvalavaðan á strönd Tasmaníu.
Grindhvalavaðan á strönd Tasmaníu. AFP

230 grind­hvali rak á land á vest­ur­strönd áströlsku eyj­unn­ar Tasman­íu í dag. Að sögn ástr­alskra emb­ætt­is­manna virðist aðeins helm­ing­ur þeirra vera á lífi.

Heima­menn hafa breitt teppi yfir þá hvali sem enn eru á lífi og helltu föt­um af vatni yfir þá í viðleitni til að halda þeim á lífi.

Sam­kvæmt ástr­alska auðlinda- og um­hverf­is­ráðuneyt­inu rak grind­hval­ina, sem kall­ast einnig marsvín, á land nærri Macquarie-höfn­inni og eru sér­fræðing­ar í sjáv­ar­vernd og starfs­fólk með hvala­björg­un­ar­búnað á leið á vett­vang.

Forðast að laða há­karla á svæðið

Reyna á að koma dýr­un­um sem eru tal­in nógu sterk til að lifa af, aft­ur á flot, og draga hræ hinna út á haf til að forðast að laða há­karla á svæðið.

Tæp tvö ár eru síðan að 500 hvali rak á land í sömu höfn en þá dráp­ust 300 grind­hval­ir.

Ekki er vitað að fullu af hverju hval­ina rak á land en vís­inda­menn hafa bent á að mögu­legt sé að grind­hvala­vaðan hafi rekið á land eft­ir að hafa leitað mat­ar of nærri landi.

Grind­val­ir eru mjög fé­lags­lynd­ir og eiga það til að fylgja fé­lög­um sín­um sem vill­ast. Það ger­ist stund­um þegar göm­ul, veik eða slösuð dýr synda í landi að þá fylgi aðrir meðlim­ir vöðunn­ar þeim eft­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert