Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, hefur sakað Vladimír Pútín Rússlandsforseta um að stefna heimsfriði í hættu með því að hóta notkun kjarnavopna í stríðinu gegn Úkraínu.
Borrell sagði stöðuna grafalvarlega og að hótun forsetans væri óásættanleg og raunveruleg ógn við alla. „Alþjóðasamfélagið verður að standa saman og koma í veg fyrir slíka aðgerð. Heimsfriður er í hættu.“
Vladimír Pútín ávarpaði rússnesku þjóðina í morgun þar sem hann tilkynnti m.a. um herkvaðningu. Stendur til að virkja 300 þúsund manna varalið.
Þá sagði Pútín einnig að Moskva myndi beita öllum tiltækum ráðum til að vernda land og þjóð