„Kona, líf, frelsi“ kallað í mótmælum í Íran

Mótmælandi í Istanbúl heldur uppi mynd af Mahsa Amini sem …
Mótmælandi í Istanbúl heldur uppi mynd af Mahsa Amini sem lést eftir að hafa verið handtekin af siðferðislögreglunni í Tehran í Íran. AFP/Ozan Kose

Mótmælendur í Íran kalla „Deyi einræðisherrann“ og „Kona, líf, frelsi“ í mótmælum sem hafa náð til 15 borga í landinu.

Sex manns hafa látið lífið í mótmælunum í kjölfar þess að hin 22 ára Mahsa Amini lét lífið eftir að hún var handtekin fyrir að klæðast hijab-slæðu á „óviðeigandi“ hátt.

Ríkisfjölmiðill í Íran sagði í dag að lögreglan hafi notað táragas og handtekið fólk til að leysa upp allt að þúsund manna hópa mótmælenda.

Myndbönd frá mótmælunum sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna konur taka af sér höfuðslæðurnar og kveikja í þeim.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka