Rússland verður að hljóta „sanngjarna refsingu“ fyrir innrás síana í Úkraínu. Þetta sagði Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í nótt.
Í myndbandsávarpi sínu kallaði Selenskí eftir að settur yrði á fót sérstakur stríðsglæpadómsstóll og fór yfir meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu.
Þá sagði hann að lykillinn að því að friður muni nást sé aukinn vopnastuðningur og hæfileg refsing gagnvart Rússlandi á alþjóðavettvangi.
Fjölmargir gestir allsherjarþingsins stóðu upp og klöppuðu að ávarpinu loknu.
Í inngangi sínum sagði Selenskí stríð Rússa sínu landi ólöglegt og að það hafi skapað hörmulega eyðileggingu.
Þá sagði hann herkvaðningu Vladimírs Pútís, þar sem 300 þúsund varaherliðar verða kallaðir inn í herinn, sýna fram á að Rússlandi væri ekki alvara þegar talað er um möguleika á friði.
Síðast en ekki síst fordæmdi hann atkvæðagreiðslu í hernumdum héröðum Úkraínu, um innlimun í Rússland, á vegum leppstjórnar Rússlandsstjórnar.