Konur og stúlkur hafa farið sérlega illa út úr flóðunum í Pakistan og hafa þær þurft að takast á við mikla erfiðleika þeim tengdum.
Þær hafa átt erfitt með að fá aðgang að menntuðu aðstoðarfólki við fæðingar, hreinlætisvörum og öruggum athvörfum.
Einnig eru auknar líkur á ofbeldi gegn konum og barnahjónaböndum.
Nánar má fræðast um málið í meðfylgandi myndskeiði frá AFP-fréttastofunni.