Sautján látnir í mótmælum í Íran

Mótmælendur á götum Tehran.
Mótmælendur á götum Tehran. AFP

Að minnsta kosti sautján eru látnir í mótmælunum í Íran en víða hefur verið mót­mælt þar í landi í kjólf­ar þess að hin 22 ára Mahsa Amini lést í haldi lög­reglu eftir brot hennar á ströngum reglum Írana um notkun höfuðslæðu.

„Sautján einstaklingar, þar á meðal mótmælendur og lögreglumenn, hafa látið lífið í mótmælunum síðustu daga,“ sagði í frétt íranska ríkissjónvarpsins.

Áður hafði komið fram að sjö mótmælendur og fjórir meðlimir öryggisgæslunnar hefðu látist.

Embættismenn hafa neitað því að öryggissveitir hafi haft nokkuð með dauða mótmælendanna að gera.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert