50 myrtir af öryggissveitum í Íran

Mótmælin hófust í kjölfar morðsins á Masha Amini.
Mótmælin hófust í kjölfar morðsins á Masha Amini. AFP

Að minnsta kosti 50 manns hafa verið drepn­ir af ör­ygg­is­sveit ír­anskra stjórn­valda í mót­mæl­um sem brut­ust út í kjöl­far morðs lög­reglu á Masha Am­ini.

Am­ini bar höfuðslæðu sína á rang­an hátt að mati siðgæðis­lög­regl­unn­ar í Íran og var í kjöl­farið beitt harðræði við hand­töku sem varð til þess að hún lét lífið.

Dauðsföll­um fjölg­ar hratt

Mann­rétt­inda­stofn­un Íran, sem hef­ur höfuðstöðvar í Ósló í Nor­egi, seg­ir dauðsföll­um hafa fjölgað gíf­ur­lega eft­ir að sex voru drepn­ir af ör­ygg­is­sveit­inni í bæn­um Rezvans­hahr í norður­hluta Íran. Þá hafa mót­mæl­end­ur einnig látið lífið í héruðunum Ba­bol og Amol í norður­hluta lands­ins. 

Mót­mæl­in sem hóf­ust fyr­ir viku síðan hafa náð að teygja sig til um 80 borga í Íran. Eft­ir stjórn­ar­bylt­ingu í Íran árið 1979 hafa ír­ansk­ar kon­ur hafa þurft að sæta ströng­um regl­um, sem gilda meðal ann­ars um höfuðslæður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert