Berlusconi kemur Pútín til varnar

Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. AFP/Andreas Solaro

Sil­vio Berlusconi, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, hef­ur komið Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta, og banda­manni sín­um til margra ára, til varn­ar.

Berlusconi seg­ir að for­set­inn hafi verið neydd­ur til að hefja inn­rás í Úkraínu. Mark­miðið hafi verið að koma „al­menni­legu fólki“ að í rík­is­stjórn Úkraínu og síðan hafi rúss­neski her­inn átt að yf­ir­gefa landið.

Að sögn Berlusconi voru frétt­ir, um að úkraínska rík­is­stjórn­in væri að drepa fólk sem væri hliðhollt Rúss­um í aust­ur­hluta Úkraínu, sýnd­ar í sjón­varp­inu í Rússlandi. Sagði hann frétta­flutn­ing­inn hafa gert það að verk­um að Pútín hafi verið knú­inn til að bregðast við og hefja inn­rás.

„Pútín var neydd­ur af rúss­nesku þjóðinni, af flokkn­um og ráðherr­um, til að ráðast í þessa sér­stöku aðgerð,“ sagði Berlusconi við ít­alska fjöl­miðla.

„Her­menn­irn­ir áttu að fara inn, kom­ast að Kænug­arði, skipta út rík­is­stjórn [Volodimírs] Selenskís fyr­ir al­menni­legt fólk og viku síðar koma til baka.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert