Gagnrýna Íran fyrir að útvega Rússum vopn

Selenskí Úkraínuforseti.
Selenskí Úkraínuforseti. AFP

Yf­ir­völd í Úkraínu gagn­rýndu í dag yf­ir­völd í Íran fyr­ir að út­vega Rúss­um vopn.

Gagn­rýn­in kem­ur í kjöl­far þess að úkraínsk­ur borg­ari var veg­inn í árás Rússa á hafn­ar­borg­ina Odessa í Úkraínu, en árás­in var að hluta til fram­kvæmd með notk­un dróna sem fram­leidd­ir eru í Íran.

„Notk­un ír­anskra vopna af hálfu rúss­neskra her­sveita er skref sem Íran hef­ur tekið gegn full­veldi okk­ar sem og gegn lífi og heilsu úkraínskra borg­ara,“ skrif­ar Sergí Nyky­forov, talsmaður Volodimír Selenskí, Úkraínu­for­seta, á Face­book í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka