Meira ofbeldi og orðræðan róttækari

Mótmælendur halda á lofti myndum af Möhsu Amini sem lést …
Mótmælendur halda á lofti myndum af Möhsu Amini sem lést í haldi lögreglu. AFP

„Núna er eins og mót­mæl­in séu allt öðru­vísi vegna þess að nú er ekki verið að tala um um­bæt­ur á kerf­inu held­ur að koma á fót nýju kerfi,“ seg­ir Magnús Þorkell Bern­h­arðsson, sagn­fræðipró­fess­or og sér­fræðing­ur í mál­efn­um Mið-Aust­ur­landa, um mót­mæl­in sem geisa nú í Íran.

Þau hafa geisað í kjöl­far þess að 22 ára göm­ul kona, Mahsa Am­ini, lést í haldi lög­reglu eft­ir brot á henn­ar á ströng­um regl­um Írana um notk­un höfuðslæðu.

Magnús bend­ir á að mót­mæli sem þessi hafi komið fram með til­tölu­lega reglu­lega milli­bili síðastliðin 20 ár í Íran. Hann minn­ist sér­stak­lega á mót­mæl­in 2009, hina svo­kölluðu grænu bylt­ingu. Þá hafi hins veg­ar mót­mæl­end­ur kraf­ist um­bóta á kerf­inu og að fá ann­an mann í for­sæt­isembættið.

„Þetta eru kannski ennþá rót­tæk­ari mót­mæli núna hvað varðar kröf­ur mót­mæl­enda. Málstaður­inn og kröf­urn­ar kalla á að æðstu leiðtog­ar lands­ins víki frá,“ seg­ir Magnús og bend­ir á það sem er að eiga sér stað í Íran sé kannski bylt­ing­ar­kennd­ara nú en áður.

Þá seg­ir Magnús að hafa beri í hug að þeir sem stjórni nú í Íran hafi sjálf­ir komið til valda í gegn­um bylt­ingu, þeir séu því mjög meðvitaðir um hvernig svona lagað get­ur gerst.

Magnús Þorkell Bernharðsson er einn helsti sérfræðingur Íslands í málefnum …
Magnús Þorkell Bern­h­arðsson er einn helsti sér­fræðing­ur Íslands í mál­efn­um Mið-Aust­ur­landa. mbl.is/​Hari

Van­met­um valda­stöðu vald­haf­anna

„Við höf­um séð þetta svo oft áður að það hafa verið mót­mæli og fólk farið út á götu og verið mjög öfl­ug mót­mæli en síðan verður ekk­ert úr því þannig að ég held að við van­met­um mjög valda­stöðu vald­haf­anna og hversu langt þeir vilja ganga í að kveða niður svona mót­mæli,“ seg­ir Magnús og bæt­ir við:

„Það er ekki bara lög­regl­an og her­inn held­ur er mjög mikið af leyni­lög­regl­um og óein­kennisklædd­um lög­reglu­mönn­um sem eru virki­lega að beita sér á mjög öfl­ug­an hátt til að koma í veg fyr­ir að fólk nái fram­göngu.“

Frá mótmælunum í borginni Tehran.
Frá mót­mæl­un­um í borg­inni Tehran. AFP

Magnús bend­ir á að for­seti Íran, Ebra­ham Raisi, hef­ur verið í New York und­an­farna daga á fundi Sam­einuðu þjóðanna. Því megi mögu­lega bú­ast við að viðbrögð stjórn­valda við mót­mæl­un­um verði enn sterk­ari og kannski enn blóðugri en hef­ur verið þegar hann snýr aft­ur. Vænt­an­lega hafi stjórn­völd ekki viljað vera með mjög öfl­uga mót­stöðu meðan for­set­inn er stadd­ur í New York og fjöl­miðlar heims­ins að fylgj­ast með.

Annað um­hverfi en áður

Hann bæt­ir við að nú sé einnig annað um­hverfi en til að mynda í mót­mæl­un­um í Íran 2009 og 2019. Sam­fé­lags­miðlar geri fólki kleift að hitt­ast og skipu­leggja mót­mæli en sömu tæk­in gera líka stjórn­völd­um kleift að fylgj­ast með ná­kvæm­lega hverj­ir voru og hvenær.

„Stjórn­völd eru núna líka viðbúin og viða hverj­ir þetta eru og þess hátt­ar en þetta er eins og rauður þráður í sögu Íran og þetta ger­ist með reglu­lega milli­bili. Þetta er núna svo­lítið örðuvísi því það er meira of­beldi og aðeins víðtæk­ari en oft áður og orðræða rót­tæk­ari en hef­ur verið en á sama tíma eru stjórn­völd mjög vön svona mál­um og eru til­bú­in til þess að taka hart á þessu.“

Magnús segir meira ofbeldi vera í mótmælunum nú en áður …
Magnús seg­ir meira of­beldi vera í mót­mæl­un­um nú en áður og að orðræðan sé rót­tæk­ari. AFP

Vanda­málið líka alþjóðasam­fé­lags­ins

Að lok­um bend­ir Magnús á að auðvitað megi kenna stjórn­völd­um í Íran um stöðuna en að við verðum líka að hugsa um að alþjóðasam­fé­lagið hef­ur staðið í efna­hagsþving­un­um gagn­vart Íran sem hef­ur gert Írön­um mjög erfitt fyr­ir bæði hvað varðar efna­hags­kerfið í Íran en auk þess hef­ur Írön­um ekki verið kleift að fara til út­landa og til að mynda mennta sig.

„Íran er mjög lokað land og það er ekki bara stjórn­völd­um í Íran að kenna held­ur líka okk­ur í alþjóðasam­fé­lag­inu að kenna að Íran­ar hafa ekki þessi tæki­færi og mögu­leika  og fólk í öðrum lönd­um þannig að þetta er ekki bara ír­anskt vanda­mál held­ur vanda­mál alþjóðsam­fé­lag­ins.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert