Telja að 36 hafi látist í mótmælunum

Mótmælendur brenna rusl í höfuðborginni Tehran.
Mótmælendur brenna rusl í höfuðborginni Tehran. AFP

Talið er að a.m.k. 36 hafi látið lífið í mót­mæl­un­um í Íran sem brut­ust út í kjöl­far þess að hin 22 ára Mahsa Am­ini lést eft­ir hafa verið hand­tek­in fyr­ir að klæðast höfuðslæðu á „óviðeig­andi“ hátt.

Op­in­ber tala lát­inna fór upp í a.m.k. 17 í gær en sam­kvæmt heim­ild­ar­mönn­um Miðstöðvar mann­rétt­inda í New York var tal­an þó mun hærri. Þá sagði einnig í tísti frá þeim að það mætti bú­ast við að fjöldi lát­inna myndi hækka.

„Þjóðarleiðtog­ar verða að setja þrýst­ing á stjórn­völd í Íran að leyfa mót­mæl­in án þess að beita ban­væn­um aðgerðum.“

Frá því að Am­ini var úr­sk­urðuð lát­in, þrem­ur dög­um eft­ir að hafa verið hand­tek­in af lög­reglu, hafa mót­mæl­in breiðst út í land­inu. Þar á meðal í Tehran, höfuðborg­inni.

„Rík­is­stjórn­in hef­ur brugðist við með skot­fær­um, byss­um og tára­gasi, sam­kvæmt mynd­skeiðum sem hafa verið í dreif­ingu á sam­fé­lags­miðlum og hafa einnig sýnt blæðandi mót­mæl­end­ur,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu miðstöðvar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert