10 milljón Moderna skammtar í vaskinn

Bóluefnin runnu út síðastliðinn miðvikudag.
Bóluefnin runnu út síðastliðinn miðvikudag. AFP

Yf­ir­völd í Sviss standa nú frammi fyr­ir því að þurfa að farga 10 millj­ón skömmt­um af Moderna bólu­efni við Covid-19, sök­um þess að þau eru út­runn­in. 

Bólu­efn­in runnu út síðastliðinn miðviku­dag og haft er eft­ir heil­brigðis­yf­ir­völd­um að þau hafi engra annarra kosta völ en að eyða um­rædd­um skömmt­um, en þeir eru að and­virði 280 millj­ón sviss­neskra franka, sem sam­svar­ar rúm­lega 41 millj­örðum ís­lenskra króna, sam­kvæmt út­reikn­ing­um sviss­neska fréttamiðils­ins Beobachter. 

Sviss pantaði á sín­um tíma tals­vert magn um­fram það sem til þurfti, til von­ar og vara. Um 70 pró­sent þjóðar­inn­ar er full­bólu­sett í dag, en í októ­ber fer í gang ný bólu­setn­ing­ar­her­ferð með örvun­ar­skammta. 

Í júní áætlaði sviss­neski fréttamiðill­inn Swissin­fo, að Sviss eigi sam­an­lagt um 38 millj­ón­ir skammta af hinum ýmsu Covid-19 bólu­efn­um, sem muni renna út fyrri lok árs. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka