Sérstakt eftirlit verður með dómsmálaráðherra Belgíu eftir að yfirvöld komust á snoðir um ógn sem vofði yfir ráðherranum. Þrír voru handteknir í Hollandi í tengslum við málið.
Ráðherrann, Vincent Van Quickenborne, mun ekki geta framkvæmt öll sín embættisverk næstu daga ásamt því að löggæsla verður hert verulega í kringum heimili hans.
Skotvopn fundust í bifreið í nágrenni við heimili Van Quickenborne í borginni Courtrai samkvæmt flæmska dagblaðinu Het Laatste Nieuws. Bíllinn var skráður í Hollandi en belgísk yfirvöld krefjast nú framsals þeirra þriggja einstaklinga sem voru handteknir í tengslum við málið í nágrannaríkinu.
Saksóknarar í Belgíu segjast hafa heyrt fregnir um mögulega yfirvofandi ógn í síðustu viku og segjast hafa tekið þeim upplýsingum afar alvarlega og hafið rannsókn.