Samkvæmt opinberum tölum eru 35 látnir eftir að ríkisstjórn Írans skar upp herör gegn mótmælum sem hafa staðið yfir þar í landi síðustu viku. Raunverulegur fjöldi látinna er þó talinn mun hærri en yfirvöld gefa upp. Tilefni mótmælanna er andlát hinnar 22 ára gömlu Mahsa Amini.
Tölur um látna eru þó á reiki og hafa erlendir miðlar sagt fréttir af hærri dánartölum.
Hundruð manna hafa síðustu 8 daganna safnast saman í stærstu borgum Íran til að lýsa yfir óánægju með stjórnarfar í Íran í kjölfar andlátsins. Amini, sem er Kúrdi, lést eftir að hafa verið handtekin fyrir að brjóta gegn ströngum reglum íslams um klæðaburð.
Auk þeirra 35 sem hafa látist í aðgerðunum hafa hundruð mótmælenda verið handteknir. Í borginni Gilan hafa 739 verið handteknir, þar af 60 konur.
A anti-riot police (Yegane Vizheh) in Shahr-e-Rey is shooting at protesters with a AK-47. He has aimed precisely and it is clear that he intends to kill.
— Farzad Seifikaran (@FSeifikaran) September 23, 2022
AK-47 is a deadly weapon, while riot police weapons must be non-lethal.
Sep 23, 2022#Mahsa_Amini #MahsaAmini #مهسا_امینی pic.twitter.com/hE4OEGxVoQ
Í myndböndum sem hafa náðst á vettvangi má sjá öryggisverði skjóta úr sjálfvirkum rifflum á óvopnaða mótmælendur.
Þá hafa fjölmiðlamenn og aðgerðarsinnar verið handteknir, þar á meðal þeir sem hafa vakið athugli á dauða Amini innan Írans.